Hætt við Bitruvirkjun

Af vefnum Hengill.nu
Af vefnum Hengill.nu

Stjórn Orku­veitu Reykja­vík­ur samþykkti ein­róma á fundi sín­um í morg­un að hætta und­ir­bún­ingi Bitru­virkj­un­ar og að fresta öll­um  frek­ari fram­kvæmd­um á svæðinu.

Í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar vegna fram­kvæmda við Bitru­virkj­un kem­ur fram að bygg­ing virkj­un­ar­inn­ar sé ekki viðun­andi vegna veru­legra nei­kvæðra og óaft­ur­kræfra áhrifa á lands­lag, úti­vist og ferðaþjón­ustu. Seg­ir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar að fyr­ir­huguð Bitru­virkj­un myndi breyta lands­lags­ásýnd þessa lítt raskaða svæðis í ásýnd iðnaðarsvæðis. 

„Það er stefna stjórn­ar Orku­veitu Reykja­vík­ur að gæta varúðar í hví­vetna við fram­kvæmd­ir á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins. Að fengnu áliti Skipu­lags­stofn­un­ar á mati á um­hverf­isáhrif­um Bitru­virkj­un­ar samþykk­ir stjórn OR að hætta und­ir­bún­ingi Bitru­virkj­un­ar og að fresta öll­um  frek­ari fram­kvæmd­um á svæðinu.

Ákvörðun um fram­hald verk­efn­is­ins verði tek­in að höfðu sam­ráði við sveita­stjórn­ir eig­enda Orku­veitu Reykja­vík­ur og sveit­ar­fé­lags­ins Ölfuss, sem hef­ur skipu­lag svæðis­ins með hönd­um," að því er seg­ir í til­lögu sem samþykkt var á stjórn­ar­fundi OR í morg­un.

Stjórn Orku­veitu Reykja­vík­ur samþykkti á fund­in­um að halda áfram und­ir­bún­ingi virkj­un­ar í Hvera­hlíð í sam­ræmi við álit Skipu­lags­stofn­un­ar og í sam­komu­lagi við sveit­ar­fé­lagið Ölfus.

Í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar um fram­kvæmd við Hvera­hlíð kem­ur fram að stofn­un­in tel­ur að setja þurfi skil­yrði fyr­ir fram­kvæmd­inni er lúta að áhrif­um á jarðhita­auðlind­ina, áhrif­um á grunn­vatn og áhrif­um á loft­gæði.

Skipu­lags­stofn­un tel­ur að fyr­ir­huguð virkj­un við Hvera­hlíð komi til með að hafa tals­verð nei­kvæð sjón­ræn áhrif sem muni breyta ásýnd svæðis við Suður­lands­veg og hafa í för með sér tals­vert rask á mosa­vax­inni hraun­breiðu. Svæðið er hins veg­ar að mörgu leyti eins­leitt með til­liti til lands­lags­ásýnd­ar og ná­lægð við fjöl­far­inn þjóðveg og ná­grenni áhrifa­svæðis Hell­is­heiðar­virkj­un­ar ger­ir það m.a. að verk­um að upp­lif­un svæðis­ins sem lítt snort­ins kyrr­láts svæðis er ekki fyr­ir hendi, að því er seg­ir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar.

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert