Hagsmunaaðilar fagna hrefnuveiðum

Hrefna skýtur sér upp á yfirborð sjávar.
Hrefna skýtur sér upp á yfirborð sjávar. mbl.is/Jim Smart

Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi fagna þeirri ákvörðun sjávarútvegsráðherra að hefja skuli hrefnuveiðar. Sú ákvörðun er í samræmi við stefnu stjórnvalda um sjálfbæra nýtingu lifandi auðlinda hafsins og ályktun Alþingis um hvalveiðar frá 10. mars 1999, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna.   

Í tilkynningunni segir að ástand hvalastofna við Ísland sé gott og er það staðfest af helstu vísindamönnum á sviði hvalarannsókna. Stærð hrefnustofnsins hefur verið talin nálægt sögulegu hámarki, en samkvæmt nýjustu talningu voru um 44.000 hrefnur á landgrunninu við Ísland.  Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til veiðar á allt að 400 hrefnum og er það mat stofnunarinnar að slíkur fjöldi samrýmist markmiðum um sjálfbæra nýtingu.

  Einnig er lýst yfir undrun á þeirri afstöðu sem komið hefur fram af hálfu forystumanna Samfylkingarinnar í málinu um að meiri hagsmunum sé fórnað fyrir minni. Þar vega hagsmunir helsta útflutningsatvinnuvegar þjóðarinnar, sjávarútvegsins, lítið.       
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka