Í fangelsi fyrir peningafals

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í 10 mánaða fangelsi fyrir peningafals en maðurinn ljósritaði 20 tvö þúsund króna peningaseðla, alla með sama númerinu. Maðurinn sagðist hafa ætla að nota peningana í pókerspili við félaga sína.

Maðurinn var handtekinn í apríl en hann hafði ekki sinnt boðun í fangelsi til að afplána eldri dóm. Þá fundust peningaseðlarnir í fórum mannsins.

Maðurinn var  dæmdur í 13 mánaða fangelsi í janúar 2007 fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot. Þá hefur hann síðan þrisvar verið sektaður fyrir fíkniefnalagabrot. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert