Kál og salat oftast í ruslið

Algengast er að kál og salat lendi í ruslinu hjá …
Algengast er að kál og salat lendi í ruslinu hjá neytendum

Flestir Íslendingar eru jákvæðir gagnvart flokkun á sorpi og sýna vilja til að flokka. Þetta kemur fram í könnun á neysluvenjum og viðhorfum til endurvinnslu. Líklegt þykir að heildarverðmæti þess sem er hent séu um átta milljarðar króna. 

Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að Íslendingar sóa töluverðum verðmætum á hverju ári. Þó nokkuð af matvælum virðist fara til spillis á heimilum af ýmsum ástæðum. Einnig virðast Íslendingar eyða peningum sínum í hluti sem eru lítið sem ekkert notaðir og lenda margir þeirra í ruslinu.

61% telja sig sóa peningum

Rannsóknin sýndi 61% svarenda telja sig geta samþykkt að þeir sói peningum en ástæðurnar eru mismunandi. Gera má ráð fyrir að verðmæti matar sem hent er hér á landi sé um 3.4 milljarðar Líklegt er að heildarsóun sé 8 milljarðar á ári. Sem dæmi má nefna að svarendur telja að meðaltali að matvara að verðmæti 811 kr. lendi í ruslinu í viku hverri, oftast kál eða salat, samkvæmt fréttatilkynningu.

Könnunin var samstarfsverkefni Sorpu bs., Sorpstöðvar Suðurlands bs., Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf., Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar, Neytendasamtakanna, Landverndar og Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Spurningalisti var sendur til 3000 Íslendinga 18 ára og eldri sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. 1198 svör bárust og svarhlutfall 40%.

Nánar um könnunina 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert