Línubáturinn kominn upp á land

Von GK 113.
Von GK 113. mbl.is/Hafþór

Búið erð að koma báti, sem steytti á skeri í innsiglingunni að Sandgerðishöfn í dag, á þurrt land. Leki kom að bátnum og voru björgunarsveitir sendar á vettvang með dælubúnað. Í ljós kom að töluverðar skemmdir voru á framanverðum skrokk bátsins.

Báturinn sem um ræðir ber nafnið Von GK 113 og er í eigu Útgerðarfélags Sandgerðis. 

Tveir voru um barð í bátnum en hvorugan sakaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert