Myndasaga Sigmunds gagnrýnd

Mynda­saga Sig­munds sem prentuð var í Morg­un­blaðinu á föstu­dag hef­ur verið birt á fé­lags­fræðivefn­um Contexts.org og sæt­ir þar tölu­verðri gagn­rýni.

Mynda­sag­an sem um ræðir sýn­ir Barack Obama bera eldivið að potti þar sem Hillary Cl­int­on sit­ur. Er Obama sýnd­ur í hlut­verki mannætu, með hringa á eyr­um og fót­um og í strápilsi. Með mynd­inni fylg­ir text­inn „Sorry, my people like to have you well done“.

Contexts.org er haldið úti af Banda­rísku fé­lags­fræðisam­tök­un­um (American Sociological Associati­on) sem gef­ur út sam­nefnt tíma­rit. Birt­ist mynda­sag­an í mynd-bloggi vefjar­ins, „Sociological Ima­ges: Seeing is Believing“, þar sem birt­ar eru mynd­ir sem gefa til­efni til fé­lags­fræðilegr­ar rýni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert