Hrefnuveiðibáturinn Njörður KÓ-7 hélt laust fyrir hádegið til veiða á Faxaflóa og er stefnt að því að ná fyrsta dýrinu inn í kjölvinnslu fyrir helgina. 40 dýra veiðikvóti var gefinn út í gær.
Guðmundur Haraldsson, skipstjóri, sagðist í gær vera spenntur að hefja veiðarnar og að veitt yrði fjarri hvalaskoðunarsvæðum.
Félag hrefnuveiðimanna hefur samið við Kjötvinnsluna Esju um vinnslu, pökkun og markaðssetningu á því sem veiðist.