Ók á hús í Breiðholti

mbl.is/Július

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu kærði tvo menn fyr­ir ölv­unar­akst­ur í nótt.  Ann­ar mann­anna ók á hús í Breiðholti og var að sögn lög­reglu tölu­vert ölvaður, og er vistaður á lög­reglu­stöð.  Hinn maður­inn var stöðvaður í eft­ir­liti, og kærður fyr­ir ölv­unar­akst­ur en sleppt að lok­inni skýrslu­töku.

Þá stöðvaði lög­regla tvo menn með tölu­vert magn af ætluðum ster­um í fór­um sín­um í nótt.  Að sögn lög­reglu eru menn­irn­ir í haldi lög­reglu og málið bíður rann­sókn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert