Reykjavík skákhöfuðborg heimsins árið 2010

Reykjavík stefnir að því að verða skákhöfuðborg heimsins árið 2010, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Skákakademíu Reykjavíkur.

Þar segir að hlutverk Skákakademíu Reykjavíkur sé að byggja upp skáklíf í höfuðborginni með sérstakri áherslu á skóla borgarinnar. Einnig verður staðið að Skákhátíð Reykjavíkur þar sem hápunktur verður Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið.  

Boðið er til kynningar á Skákakademíu Reykjavíkur í Höfða á morgun klukkan 15.

   
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert