Icelandair og flugfreyjur sömdu

Boeing 757-200
Boeing 757-200 mbl.is/Icelandair

Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands skrifuðu undir kjarasamning í nótt. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, er samningurinn til febrúar á næsta ári og á sömu nótum og febrúarsamningarnir, sem gerður voru á almenninum vinnumarkaði og einnig svipaðir og samningar, sem félagið hefur áður hefur gert við flugmenn og flugvirkja.

Að sögn Þóru Sen, skrifstofustjóra Flugfreyjufélags Íslands, hljóðar samningurinn upp á 3,3% grunnkjarahækkun auk annarra hagræðinga sem aðilar komust að samkomulagi um. Samningurinn gildir til 31. janúar 2009 og verður lagður fyrir félagsfund, þar sem samningurinn verður kynntur í heild sinni, eins fljótt og auðið er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert