Segir úthlutun til UMFÍ vera eðlilega

Tryggvagata 13
Tryggvagata 13 mbl.is/Kristinn

Björn Ingi Hrafnsson, sem var formaður borgarráðs þegar Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) var gefið vilyrði fyrir Tryggvagötu 13, segir eðilegt að borgin hlúi að stórum landsamtökum á borð við UMFÍ. „Þau eru geysilega virt landsamtök sem voru með áform um að byggja glæsilegar höfuðstöðvar. Ég taldi rétt að koma til móts við samtökin með þessum hætti, og það var mikil samstaða um það í borgarstjórn.“

Hann bendir á að Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hafi fengið sambærilega lóð í Laugardalnum.

Hann segist hafa verið þeirrar skoðunar að íþróttafélögin í Reykjavík ættu að fá inngöngu í UMFÍ og hafi tjáð forsvarsmönnum ungmennafélagsins þá skoðun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert