Vann 30 milljónir í Happdrætti Háskólans

Höfuðstöðvar HHÍ eru við Tjarnargötu í Reykjavík.
Höfuðstöðvar HHÍ eru við Tjarnargötu í Reykjavík. mbl.is/RAX

Heppinn Vesturbæingur, kona á sjötugsaldri, datt  lukkupottinn þegar dregið var í aðalútdrætti Happdrættis Háskóla Íslands 14. maí, en hún fékk sexfaldan fyrsta vinning, samtals 30 milljónir króna.

Þar sem vinningar í Happdrætti Háskóla Íslands eru skattfrjálsir rennur fjárhæðin óskert til vinningshafa, að sögn happdrættisins.

Alls hlutu um 3 þúsund Íslendingar vinning að þessu sinni og skipta þeir með sér rúmum 79 milljónum króna.

Tæplega 15 þúsund miðaeigendur hafa hlotið vinning í Happdrættinu á árinu og útgreiddir skattfrjálsir vinningar nema nú um 340 milljónum króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert