Varðhald stytt yfir grunuðum barnaníðingi

Hæstiréttur stytti í gær gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart fjölda barna. Maðurinn var dæmdur í gæsluvarðhald til 13. ágúst í Héraðsdómi Reykjavíkur 14. mars síðastliðinn en Hæstiréttur stytti varðhaldið um rúman mánuð, til 7. júlí næstkomandi. Maðurinn hefur verið kærður fyrir brot gegn níu börnum. Fjögur þeirra eru hans eigin börn.

Björgvin Björgvinsson yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins segir að allar líkur séu á að rannsókn málanna verði lokið og komið til saksóknara fyrir 7. júlí næstkomandi. Talið er að brotin hafi verið framin á allt að tuttugu ára tímabili og sum þeirra verið afar gróf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert