Hrefnuveiðimenn ekki farnir af stað

Guðmundur Haraldsson undirbýr Njörð til hrefnuveiða í gær.
Guðmundur Haraldsson undirbýr Njörð til hrefnuveiða í gær. mbl.is/Kristinn

Hrefnuveiðimenn á Nirði KÓ héldu ekki til veiða í morgun eins og jafnvel hafði verið búist við. Að sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar, framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna, var verið að taka ís um borð og er búist við að farið verði úr höfn síðar í dag ef veður verður hagstætt.

Gert er ráð fyrir að Njörður leiti að hrefnu í Faxaflóa. Gunnar sagði, að skip, sem voru í flóanum í gær, þar á meðal Dröfn RE, sem á að nota til hrefnuveiða í sumar en er nú í öðru verkefni, hefðu séð talsvert af hrefnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert