Verð á matvörum 64% hærra en í ESB

Verð á mat­vör­um er að jafnaði 64% hærra á Íslandi en að meðaltali í ESB-ríkj­um. Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins þar sem fjallað er um  viðskipta­samn­inga birgja og mat­vöru­versl­ana og annað sam­starf fyr­ir­tækja á mat­vörumarkaði. 

Í skýrsl­unni seg­ir að all­marg­ir samn­ing­ar birgja og mat­vöru­versl­ana feli í sér ákvæði sem kunni að raska sam­keppni neyt­end­um til tjóns. Þá bend­ir könn­un Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins til þess, að for­verðmerk­ing­ar birgja á mat­vör­um tak­marki verðsam­keppni milli mat­vöru­versl­ana.  Verðmun­ur á þess­um vör­um milli versl­ana er marg­falt minni en eðlis­líkra vara sem ekki eru for­verðmerkt­ar.

Sam­keppnis­eft­ir­litið bein­ir þeim til­mæl­um til birgja og mat­vöru­versl­ana að ganga úr skugga um að samn­ing­ar þeirra feli ekki í sér sam­keppn­is­hindr­an­ir.  Þá vek­ur stofn­un­in at­hygli á nokkr­um atriðum í samn­ing­um sem geta falið í sér sam­keppn­is­hindr­an­ir og gef­ur leiðbein­ing­ar um það hvers kon­ar samn­ings­ákvæði geta hugs­an­lega raskað sam­keppni á mat­vörumarkaði.

Sam­keppnis­eft­ir­litið mun fylgja því eft­ir að samn­ing­ar feli ekki í sér brot á sam­keppn­is­lög­um. Fyr­ir­tæki sem verða upp­vís að  sam­keppn­islaga­brot­um mega vænta þess að þurfa að sæta viður­lög­um.

Aðdrag­andi skýrsl­unn­ar er að Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur að und­an­förnu aflað og farið yfir fjölda viðskipta­samn­inga birgja og mat­vöru­versl­ana og annarra end­ur­söluaðila í því skyni að meta áhrif þeirra á sam­keppni á mat­vörumarkaði. Beind­ist gagna­öfl­un­in að um 70 birgj­um. Fel­ur skýrsl­an í sér lok þeirr­ar at­hug­un­ar. Í skýrsl­unni er einnig fjallað um verðlag á mat­vör­um og hags­muna­gæslu sam­taka fyr­ir­tækja á mat­vörumarkaði.  

Til­kynn­ing Sam­keppn­is­stofn­un­ar 

Skýrsl­an í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert