Hrefnuveiðibáturinn Njörður KÓ-7 hélt laust fyrir hádegið til veiða á Faxaflóa og þegar er búið að sjá töluvert af hrefnum. Verið er að eltast við þær og er báturinn sem stendur utarlega í Faxaflóanum.
„Þetta gæti gengið en þær geta líka horfið jafn skyndilega og þær koma,“ sagði Karl Þór Baldvinsson, stýrimaður, í samtali við mbl.is er hann var spurður hvort hann væri bjartsýnn á að veiða hrefnurnar sem verið er að eltast við.