Verið er að vinna að reglum, sem varða markaðssókn á vörum og þjónustu sem beinist að börnum og unglingum. Um er að ræða leiðbeinandi reglur, lagðar fram af talsmanni neytenda og umboðsmanni barna, en unnar í nánu samráði við aðila á markaði, almannasamtök, stofnanir og sérfræðinga. Er þeim ætlað að vera viðbót við gildandi lög og reglur.
Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, segir í tilkynningu að verkefnið sé til komið vegna fjölmargra athugasemda um að brýnt sé að tekið verði á sívaxandi markaðsáreiti sem beinist að börnum. Stefnt sé að því að ná samhljómi meðal sem flestra hagsmunaaðila um aukna neytendavernd gagnvart börnum.
Í tengslum við verkefnið verður haldið opið málþing 27. maí nk., þar sem hagsmunaaðilum gefst frekara tækifæri til þess að koma með ábendingar við reglurnar áður en þær verða formlega kynntar í sumarbyrjun.
Nánari upplýsingar um reglurnar