Sprengjan, sem fannst í húsgrunni í Fossvogi í dag, verður sprengd á svæðinu. Ekki er talin mikil hætta á ferðum en ástæða til að gæta ítrustu varúðar. Að sögn sprengjusérfræðinga er um að ræða 50 kílóa flugvélasprengju frá tímum síðari heimsstyrjaldar.
Markað hefur verið öryggissvæði í kringum sprengjuna. Þá var hluti Snælandsskóla rýmdur í öryggisskyni. Íbúðarhús í nágrenninu hafa þó ekki verið rýmd en íbúar í húsum við Furugrund hafa verið beðnir um að halda sig skjólmegin í íbúðum sínum.