50 kg flugvélasprengja

Lögreglan gætir öryggissvæðis, sem markað hefur verið umhverfis sprengjuna.
Lögreglan gætir öryggissvæðis, sem markað hefur verið umhverfis sprengjuna. mbl.is/Jón Pétur

Sprengj­an, sem fannst í hús­grunni í Foss­vogi í dag, verður sprengd á svæðinu. Ekki er tal­in mik­il hætta á ferðum en ástæða til að gæta ítr­ustu varúðar. Að sögn sprengju­sér­fræðinga er um að ræða 50 kílóa flug­véla­sprengju frá tím­um síðari heims­styrj­ald­ar.

Markað hef­ur verið ör­ygg­is­svæði í kring­um sprengj­una. Þá var hluti Snæ­lands­skóla rýmd­ur í ör­ygg­is­skyni. Íbúðar­hús í ná­grenn­inu hafa þó ekki verið rýmd en íbú­ar í hús­um við Furu­grund hafa verið beðnir um að halda sig skjól­meg­in í íbúðum sín­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert