Áreitti farþega á leið til Toronto

Lögregla kom um borð í flugvél Icelandair, sem lenti í Toronto í Kanada í kvöld og fylgdi farþega frá borði en sá hafði áreitt aðra farþega nánast stöðugt á leiðinni yfir hafið.

Ragnar S. Ragnarsson, sálfræðingur, sem var í vélinni og sat nálægt manninum, sagði að hann hefði byrjað að áreita aðra farþega og ögra þeim nánast um leið og flugvélin fór í loftið í Keflavík. Hann hefði m.a. brugðið fæti fyrir mann, sem gekk eftir ganginum og ýtt á bakið á aldraðri konu.

Ragnar sagði að þegar flugvélin lenti í Toronto hefðu farþegar verið látnir sitja kyrrir í sætum sínum á meðan lögreglumenn komu inn í vélina og fylgdu manninum út. Að sögn Ragnars er maðurinn ekki íslenskur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert