Framtíð REI tekin fyrir í kvöld

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) mun funda í kvöld um – og líklega taka afstöðu til – tillögu um sölu á verkefnum Reykjavik Energy Invest (REI).

Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn OR, vonast til þess að botn fáist í málið á fundinum. „Það á auðvitað eftir að leysa úr þessu innan Sjálfstæðisflokksins og borgarstjórnarmeirihlutans,“ segir hún en bendir á að það verði erfitt þar sem margir hafi sagt mikið í þessu máli. ejg

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert