Fyrsta hrefnan veidd á Faxaflóa

Njörður KÓ heldur úr höfn í Kópavogshöfn í gær.
Njörður KÓ heldur úr höfn í Kópavogshöfn í gær. mbl.is/G. Rúnar

Áhöfnin á Nirði KÓ-7 veiddi í gærkvöld fyrstu hrefnu sumarsins, 7,4 metra karldýr, norðanlega í Faxaflóa. Gert er ráð fyrir að komið verði með dýrið í land eftir hádegið í dag og kjötið fari í vinnslu og á markað fyrir helgina. 

Að sögn hrefnuveiðimanna er mikið líf í Faxaflóanum, mikið af hrefnu og hnúfubak.

Njörður verður eini hrefnuveiðibáturinn á veiðum næstu vikurnar en þá bætast Halldór Sigurðsson ÍS og Dröfn RE í hópinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert