Skortur á orku getur orðið vandamál

Össur Skarp­héðins­son iðnaðarráðherra seg­ir að hugs­an­lega þurfi að hafa áhyggj­ur af skorti á orku nú þegar hætt hef­ur verið við Bitru­virkj­un: „Það er ljóst að er­lend stór­fyr­ir­tæki hafa áhuga á að setja upp fram­leiðslu hér á landi, meng­un­ar­lausa en orku­freka stóriðju, sem hugs­an­lega myndi skapa bæði verðmæti og störf. Við þá stöðu sem núna er kom­in upp gæti slegið í bak­segl­in,“ seg­ir hann.

Stjórn Orku­veitu Reykja­vík­ur samþykkti á fundi sín­um í gær að hætta und­ir­bún­ingi Bitru­virkj­un­ar og fresta öll­um frek­ari fram­kvæmd­um á svæðinu. Kom ákvörðunin í fram­haldi af áliti Skipu­lags­stofn­un­ar þar sem virkj­un­in er sögð óviðun­andi, m.a. vegna veru­legra, nei­kvæðra og óaft­ur­kræfra áhrifa á lands­lag og ferðaþjón­ustu.

Össur tel­ur að at­b­urðir gær­dags­ins muni ekki hafa mik­il áhrif á þróun jarðgufu­virkj­ana hér á landi: „Ég er ósam­mála for­stjóra Orku­veit­unn­ar um það, en hann held­ur að þetta muni hafa mik­il áhrif og að jafn­vel verði ill­mögu­legt að halda áfram nýt­ingu jarðhita,“ seg­ir Össur. „Sér­stak­ar aðstæður tengj­ast Bitru, sem fel­ast í því að virkj­un­arstaður­inn er mjög ná­lægt þétt­býliskjarna þar sem þorri íbúa hef­ur lagst þungt gegn virkj­un­inni af ýms­um ástæðum.“

Raf­orku­fram­leiðsla með gufu­afli hér á landi hef­ur tvö­fald­ast frá ár­inu 2005. Í júlí á síðasta ári hafnaði iðnaðarráðherra um­sókn­um um leyfi til rann­sókna á mögu­leik­um virkj­un­ar gufu­afls í Brenni­steins­fjöll­um, Kerl­inga­fjöll­um og víðar. Össur seg­ir að þeirri ákvörðun hafi ráðið að um ósnort­in svæði var að ræða.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert