Sprengja í Fossvogi gerð óvirk

Sprenging heyrðist á svæðinu þar sem sprengja frá síðari heimsstyrjöld fannst fyrr í dag. Stafaði hvellurinn af því, að skotið var á kveikibúnað sprengjunnar, sem þar með var orðin óvirk. Sprengjan var síðan flutt á brott í bíl en hún er full af sprengiefninu TNT.

Að sögn sprengjusérfræðinga var  um að ræða 50 kílóa flugvélasprengju frá tímum síðari heimsstyrjaldar. Sprengjunni var komið fyrir í gröfuskóflu og  lokað með annarri gröfuskóflu. Síðan var skotið á kveikjubúnaðinn og sprengjan þannig gerð óvirk.

mbl.is
Lögreglan hefur gætur á börnum í nágrenni svæðisins þar sem …
Lögreglan hefur gætur á börnum í nágrenni svæðisins þar sem sprengjan fannst. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert