Stal súpu og fer í fangelsi

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt karl­mann á fimm­tugs­aldri í 5 mánaða fang­elsi og til að greiða 185 þúsund krón­ur í sak­ar­kostnað en maður­inn varð upp­vís að því í fe­brú­ar í vet­ur, að borða súpu, sem kostaði 250 krón­ur, í versl­un í miðborg­inni en greiða ekki fyr­ir. Einnig stal hann mart­vöru, sem kostaði 769 krón­ur, úr ann­arri versl­un.

Maður­inn var dæmd­ur í fjög­urra mánaða skil­orðsbundið fang­elsi árið 2005 og rauf með þessu skil­orð dóms­ins. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka