Stal súpu og fer í fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í 5 mánaða fangelsi og til að greiða 185 þúsund krónur í sakarkostnað en maðurinn varð uppvís að því í febrúar í vetur, að borða súpu, sem kostaði 250 krónur, í verslun í miðborginni en greiða ekki fyrir. Einnig stal hann martvöru, sem kostaði 769 krónur, úr annarri verslun.

Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi árið 2005 og rauf með þessu skilorð dómsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka