Varað við tölvupósti

mbl.is/Jim Smart

Fjár­muna­brota­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu var­ar við tölvu­pósti er virðist við fyrstu sýn stafa frá Barna­hjálp Sam­einuðu þjóðanna (UNICEF). Send­and­inn seg­ist stýra verk­efni inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins vegna skyndi­legra fuglaflensu­til­fella inn­an vissra hluta Evr­ópu­sam­bands­ins.

Banda­rísk­ir sam­starfsaðilar, sem fjár­magni verk­efnið, hafi hins veg­ar greitt hon­um í formi banda­rískra tékka, bankamilli­færslna og pen­inga­send­inga. Hins veg­ar hafi hann ekki getað, vegna lít­ils fyr­ir­vara og mik­illa ferðalaga, stofnað banka­reikn­ing í Banda­ríkj­un­um til að inn­leysa þessa fjár­muni, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni.

Af þeim sök­um bjóði hann viðtak­anda tölvu­pósts­ins að ger­ast milli­göngumaður um mót­töku og inn­lausn þess­ara fjár­muna. Fyr­ir vikið geti viðkom­andi aðili fengið í sinn hlut allt að 5.000 doll­ara þókn­un fyr­ir tveggja til þriggja vikna vinnu. Til þess að svo geti orðið þurfi viðtak­andi tölvu­pósts­ins að gefa upp nafn, heim­il­is­fang, stöðuheiti og síma­núm­er.

„Hér er aug­ljós­lega um svo­kallaðan Níg­er­íu­póst að ræða sem á sér ýmis birt­ing­ar­form. Hér er um að ræða þekkta leið þar sem svik­ar­inn beit­ir nöfn­um þekktra alþjóðlegra stofn­ana. Þess eru jafn­vel dæmi að mis­notuð séu nöfn lög­gæslu­stofn­ana.

Að marg­gefnu til­efni er varað við því að svara slík­um send­ing­um. Þeir sem gera slíkt eiga á hættu að verða fyr­ir veru­legu fjár­hags­legu tjóni. Þar að auki er hugs­an­legt að þátt­taka í flutn­ingi fjár­magns, eins og oft er lýst í slík­um gylli­boðum, gæti út af fyr­ir sig tal­ist vera þátt­taka í pen­ingaþvætti. Slíkt er refsi­vert, jafn­vel þótt um gá­leysi sé að ræða af hálfu þess sem tek­ur þátt í slíku," sam­kvæmt til­kynn­ingu frá lög­reglu.
 
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert