Ættu allir að flytja til Íslands?

Eiga allir að flytja til Íslands?
Eiga allir að flytja til Íslands?

Ættum við öll  að flytja til Íslands? spyr Paul Vallely, blaðamaður breska blaðsins Independent,  í grein í dag þar sem hann reynir að varpa ljósi á það hvers vegna hin skrýtna nágrannaþjóð Breta í norðvestri er jafn friðsöm og hamingjusöm og raun ber vitni. 

Vallely rökstyður bæði neikvætt og jákvætt svar. Já-megin er, að íslenska þjóðin er friðsöm, hamingjusöm og á Íslandi eru lífskjör með því besta sem þekkist, það er ekki eins kalt á Íslandi og ætla mætti og velferðarkerfið þar sé afar þróað og lítið sé um að svindlað sé á kerfinu. 

Nei-megin er hins vegar, að það er ekki nóg pláss á Íslandi til að rúma alla. Þar búi aðeins um 300 þúsund manns, álíka og í Coventry. Þar sé stærsta eyðimörk í Evrópu. Lokasvarið í nei-dálnum er, að menningarlíf hljóti að bjóða upp á meira en Björk og 13. aldar Íslendingasögur. 

Meginskýring Vellelys á því hve Íslendingar eru friðsamir er sú, að áhrif kvenna séu mikil á Íslandi og hafi verið allt frá landnámshöld enda eigi íslenskar konur ættir að rekja til keltneskra kvenna. Þá rekur hann ýmsar ástæður fyrir því hve Íslendingingar eru hamingjusamir, þar á meðal eina frekar frumlega: að þeir veiði hvali.

En eru Íslendingar ekki vondir við hvali? spyr blaðamaðurinn, og svarar:  Enginn er jú fullkominn. Íslendingar hættu hefðbundnum hvalveiðum 1989 í samræmi við alþjóðlegt hvalveiðibann en hófu síðan vísindahvalveiðar  að sögn til að rannsaka áhrif hvala á fiskistofna og fyrir tveimur árum hófu þeir atvinnuveiðar að nýju. „Kannski er það ástæðan fyrir því hvað þeir eru hamingjusamir" segir Vellely.

Grein Independent 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert