Ættu allir að flytja til Íslands?

Eiga allir að flytja til Íslands?
Eiga allir að flytja til Íslands?

Ættum við öll  að flytja til Íslands? spyr Paul Vallely, blaðamaður breska blaðsins In­depend­ent,  í grein í dag þar sem hann reyn­ir að varpa ljósi á það hvers vegna hin skrýtna ná­grannaþjóð Breta í norðvestri er jafn friðsöm og ham­ingju­söm og raun ber vitni. 

Vallely rök­styður bæði nei­kvætt og já­kvætt svar. Já-meg­in er, að ís­lenska þjóðin er friðsöm, ham­ingju­söm og á Íslandi eru lífs­kjör með því besta sem þekk­ist, það er ekki eins kalt á Íslandi og ætla mætti og vel­ferðar­kerfið þar sé afar þróað og lítið sé um að svindlað sé á kerf­inu. 

Nei-meg­in er hins veg­ar, að það er ekki nóg pláss á Íslandi til að rúma alla. Þar búi aðeins um 300 þúsund manns, álíka og í Co­ventry. Þar sé stærsta eyðimörk í Evr­ópu. Loka­svarið í nei-dáln­um er, að menn­ing­ar­líf hljóti að bjóða upp á meira en Björk og 13. ald­ar Íslend­inga­sög­ur. 

Meg­in­skýr­ing Vell­elys á því hve Íslend­ing­ar eru friðsam­ir er sú, að áhrif kvenna séu mik­il á Íslandi og hafi verið allt frá land­náms­höld enda eigi ís­lensk­ar kon­ur ætt­ir að rekja til kelt­neskra kvenna. Þá rek­ur hann ýms­ar ástæður fyr­ir því hve Íslend­ing­ing­ar eru ham­ingju­sam­ir, þar á meðal eina frek­ar frum­lega: að þeir veiði hvali.

En eru Íslend­ing­ar ekki vond­ir við hvali? spyr blaðamaður­inn, og svar­ar:  Eng­inn er jú full­kom­inn. Íslend­ing­ar hættu hefðbundn­um hval­veiðum 1989 í sam­ræmi við alþjóðlegt hval­veiðibann en hófu síðan vís­inda­hval­veiðar  að sögn til að rann­saka áhrif hvala á fiski­stofna og fyr­ir tveim­ur árum hófu þeir at­vinnu­veiðar að nýju. „Kannski er það ástæðan fyr­ir því hvað þeir eru ham­ingju­sam­ir" seg­ir Vell­ely.

Grein In­depend­ent 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka