Allt að 130 sprengjur á dag

Þegar best gengur tekst sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar að eyða allt að 130 klasasprengjum á dag þar sem þeir sinna bráðaútköllum í Suður-Líbanon.

Þetta segir Jónas Þorvaldsson sprengjusérfræðingur, sem leggur áherslu á að það sé mjög misjafnt eftir dögum hversu hratt gangi að eyða sprengjum. Suma daga geti farið mikill tími í eyðingu annarra gerða af sprengjum, á borð við fallbyssukúlur og flugvélasprengjur.

Jónas segir tvo Íslendinga nú sinna sprengjueyðingu í Líbanon og að vandinn sé mestur í suðurhluta landsins, þar sem sé að finna þó nokkurt magn af klasasprengjum eftir átökin við Ísraelsher árið 2006 og frá átökum enn lengra aftur í tímann. Íslenskur bráðatæknir fylgir mönnunum sem leystu tveggja manna teymi af hólmi í vor. Inntur eftir samsetningu klasasprengna segir Jónas að í einni flugvélasprengju geti leynst allt að 800 klasasprengjur, minna í fallbyssukúlum og eldflaugum eða jafnan á milli 10 og 20 sprengjur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert