Dæmdur í 16 ára fangelsi

Lögreglubíll utan við húsið við Hringbraut.
Lögreglubíll utan við húsið við Hringbraut. mbl.is/Júlíus

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi í dag karl­mann á fer­tugs­aldri, Þór­ar­in Gísla­son, í 16 ára fang­elsi fyr­ir að verða karl­manni á fimm­tugs­aldri að bana í fjöl­býl­is­húsi við Hring­braut í októ­ber á síðsta ári. Maður­inn var einnig dæmd­ur til að greiða aðstand­end­um manns­ins, sem hann banaði 625 þúsund krón­ur í bæt­ur og rúma 1,1 millj­ón króna í sak­ar­kostnað. 

Þór­ar­inn var fund­inn sek­ur um að hafa slegið hinn mann­inn a.m.k. þrem­ur þung­um högg­um í höfuðið með slökkvi­tæki en talið var sannað, að þau höfuðhögg hefðu leitt mann­inn til dauða að kvöldi sama dags. 

Sam­kvæmt vitn­is­b­urði rétt­ar­meina­fræðings hefði hvert og eitt högg­anna getað valdið dauða. Seg­ir í niður­stöðu dóms­ins, að Þór­arni hafi ekki gerað dulist að höfuðhögg­in myndu leiða til dauða. Ekki hafi verið leitt í ljós hvað Þór­arni gekk til en skýr­inga á verknaðinum sé helst að leita í ann­ar­legu ástandi hans á verknaðar­stundu. Hann eigi sér eng­ar máls­bæt­ur.

Þór­ar­inn hringdi sjálf­ur í lög­reglu 7. októ­ber og sagði að vin­ur hans og ná­granni lægi rænu­laus í rúmi sínu. Sagðist Þór­ar­inn hafa farið inn í opna íbúðina og komið að ná­grann­an­um þar. Lög­regla fann mann­inn í rúm­inu og var hann með mikla áverka á and­liti. Þá mátti sjá duft úr slökkvi­tæki á vanga hans og í rúm­inu og blóðslett­ur á veggn­um ofan við höfðagafl­inn.

Maður­inn var flutt­ur á slysa­deild en lést þar síðar um kvöldið af sár­um sín­um.  Þór­ar­inn var hins veg­ar hand­tek­inn en hann var m.a. með ný­legt hrufl á fingri og á hönd­um hans var duft úr slökkvi­tæki. Við hús­leit á heim­ili hans fannst úlpa með blóðblett­um á, duft úr slökkvi­tæki og blóðkám á vaski, raf­magns­rofa og úti­dyra­h­urð.

Þór­ar­inn neitaði sök en í niður­stöðu dóms­ins seg­ir, að hann og maður­inn, sem lést, hafi komið inn í húsið um há­deg­is­bil. Eng­inn hafi komið í húsa­kynn­in eft­ir það fyrr en lög­regl­an um tveim­ur tím­um síðar en þetta megi ráða af upp­tök­um eft­ir­lits­mynda­vél­ar í hús­inu. Rann­sókn hafi leitt í ljós að eng­in ný eða ný­leg skóför voru á svöl­um íbúðar hins látna. Sam­kvæmt því sé úti­lokað að ein­hver hafi komið inn í íbúð manns­ins frá svöl­un­um og ráðið hon­um bana. Ljóst sé að Þór­ar­inn sé sá eini, sem komi til greina sem banamaður hins manns­ins.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert