Eignir Almenna lífeyrissjóðurinn fóru í maí yfir 100 milljarða króna. Heildareignir sjóðsins voru 92,7 milljarðar í ársbyrjun og hefur sjóðurinn því vaxið um 8% á árinu.
Frá því að Lífeyrissjóður lækna og Almenni lífeyrissjóðurinn sameinuðust í ársbyrjun 2006 hafa eignir sjóðsins vaxið um 21% á ári að jafnaði. Almenni lífeyrissjóðurinn er fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins.