Ferðakostnaður borgarfulltrúa

Frá fundi borgarstjórnar í vetur.
Frá fundi borgarstjórnar í vetur.

Ferðakostnaður borg­ar­full­trúa og vara­borg­ar­full­trúa var 12,2 millj­ón­ir króna í fyrra, að því er kem­ur fram í svari, sem lagt var fram á fundi borg­ar­ráðs í dag. Það sem af er þessu ári er kostnaður­inn rúm­ar 3,2 millj­ón­ir króna.

Alls nem­ur kostnaður við ferðir borg­ar­full­trúa tæp­um 27 millj­ón­um króna á tíma­bil­inu frá 2005 til 2007 sam­kvæmt yf­ir­lit­inu. Eini borg­ar­full­trú­inn, sem ekki hef­ur ferðast neitt á kostnað borg­ar­inn­ar á þessu tíma­bili, er Ólaf­ur F. Magnús­son, borg­ar­stjóri.

Á fundi borg­ar­ráðs létu full­trú­ar minni­hluta­flokk­anna bóka, að gögn­in um ferðakostnað dragi fram að all­ir aðal- og vara­borg­ar­full­trú­ar hafi litið á það sem hluta af sín­um starfs­skyld­um að sækja þekk­ingu út fyr­ir lands­stein­ana, nema einn. Þá sé jafn­framt mik­il­væg sú yf­ir­lýs­ing borg­ar­stjóra, að við þessa ít­ar­legu skoðun hafi ekk­ert óeðli­legt komið í ljós.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert