Ferðakostnaður borgarfulltrúa

Frá fundi borgarstjórnar í vetur.
Frá fundi borgarstjórnar í vetur.

Ferðakostnaður borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa var 12,2 milljónir króna í fyrra, að því er kemur fram í svari, sem lagt var fram á fundi borgarráðs í dag. Það sem af er þessu ári er kostnaðurinn rúmar 3,2 milljónir króna.

Alls nemur kostnaður við ferðir borgarfulltrúa tæpum 27 milljónum króna á tímabilinu frá 2005 til 2007 samkvæmt yfirlitinu. Eini borgarfulltrúinn, sem ekki hefur ferðast neitt á kostnað borgarinnar á þessu tímabili, er Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri.

Á fundi borgarráðs létu fulltrúar minnihlutaflokkanna bóka, að gögnin um ferðakostnað dragi fram að allir aðal- og varaborgarfulltrúar hafi litið á það sem hluta af sínum starfsskyldum að sækja þekkingu út fyrir landssteinana, nema einn. Þá sé jafnframt mikilvæg sú yfirlýsing borgarstjóra, að við þessa ítarlegu skoðun hafi ekkert óeðlilegt komið í ljós.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert