Ferðir ráðherra hafa kostað 95 milljónir

Ríkisstjórnin eftir að hún var mynduð í maí í fyrra.
Ríkisstjórnin eftir að hún var mynduð í maí í fyrra. mbl.is/Júlíus

Heildarkostnaður við ferðir ráðherra og fylgdarliðs þeirra í núverandi ríkisstjórn er tæpar 95 milljónir króna að því er kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn á Alþingi.

Mestur er kostnaður við ferðir utanríkisráðherra, 21,7 milljón króna, en minnstur við ferðir félagsmálaráðherra, 1,93 milljónir króna.

Dýrasta einstaka ferðin er opinber heimsókn Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, til Kanada í júlí og ágúst á síðasta ári en kostnaður við hana var tæpar 3,5 milljónir króna. Fimm voru í fylgdarliði forsætisráðherra.

Svarið í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka