Fögnuður stjórnarmanna á móti hagsmunum OR

Gunnar Sigurðsson, fulltrúi Akraneskaupstaðar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, gagnrýndi sameiginlega bókun fulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingarinnar vegna Bitruvirkjunar á stjórnarfundi í fyrradag og sagði hana ganga þvert gegn hagsmunum Orkuveitu Reykjavíkur og eiganda hennar.

Í bókun Svandísar Svavarsdóttur og Sigrúnar Elsu Smáradóttur er áliti Skipulagsstofnunar fagnað „þar sem tekið sé undir þau sjónarmið að fyrirhuguð virkjun sé ekki ásættanleg vegna verulegra, óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu“. Rétt væri „að falla frá öllum áformum um virkjun á svæðinu þótt ánægjulegt sé að stjórnin samþykki að hætta undirbúningi virkjunar og fresta framkvæmdum.“

„Mér er óskilanlegt að niðurstöðu Skipulagsstofnunar sé fagnað í ofangreindri bókun,“ segir í bókun Gunnars. „Hún gengur þvert gegn hagsmunum Orkuveitu Reykjavíkur og eiganda hennar“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert