Íslendingar eiga marga stuðningsmenn í Eistlandi

Regína og Friðrik á sviðinu í kvöld.
Regína og Friðrik á sviðinu í kvöld. AP

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir Ísland eiga marga stuðningsmenn í Eistlandi, en hún fylgdist með Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í höfuðborginni Tallinn í kvöld, þar sem hún er stödd í opinberri heimsókn.

Ingibjörg náði sambandi við íslenska keppnisliðið í kvöld skömmu eftir að úrslitin lágu fyrir og óskaði þeim til hamingju með árangurinn.

Ísland mun taka þátt í lokakeppni Eurovision sem fram fer á laugardag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert