Klukkubúðir hækka mest

Matvöruverslun
Matvöruverslun

Verð á vörukörfu ASÍ hækkaði mest í klukku­búðunum milli 2. og 3. vik­unn­ar í maí. Mest hækkaði verð körf­unn­ar um 2,2% í Sam­kaup­um-Strax, í 11-11
nam hækk­un­in tæp­lega 1% og í 10-11 hækkaði vörukarf­an um 0,8%. Þetta kem­ur fram í nýrri verðkönn­un ASÍ í mat­vöru­versl­un­um.

Í lág­vöru­verðsversl­un­um hækkaði verðið á vörukörfu ASÍ um 0,8% í Nettó og 0,7% í Krón­unni á milli vikna en var nán­ast óbreytt í versl­un­um Bón­uss og Kaskó. Hjá öðrum stór­mörkuðum lækkaði verð vörukörf­unn­ar um 1,5% í Sam­kaup­um-Úrval og um 0,6% í Hag­kaup­um en í Nóa­túni hækkaði verð körf­unn­ar um 0,3% á milli vikna.

Lág­vöru­versl­an­ir hafa hækkað verð mest 

Á vef ASÍ kem­ur fram að frá því verðlags­eft­ir­lit ASÍ hóf átak í eft­ir­liti með verðbreyt­ing­um í mat­vöru­versl­un­um í fyrri hluta apr­íl­mánaðar hef­ur verð vörukörf­unn­ar hækkað lang­mest í lág­vöru­verðsversl­un­um.

Hækk­un­in á tíma­bil­inu frá 2. vik­unni í apríl til 3 vik­unn­ar í maí er mest í Bón­us þar sem verð körf­unn­ar hef­ur hækkað um 7%. Í Kaskó nem­ur hækk­un­in 5,9% í Krón­unni 5,8% og í Nettó hef­ur vörukarf­an hækkað um 4,5% frá því mæl­ing­ar hóf­ust.

Í öðrum stór­mörkuðum hafa breyt­ing­ar á verði vörukörfu ASÍ verið minni. Í Nóa­túni hef­ur verð kör­unn­ar hækkað um 2,6% frá því í byrj­un apríl, í Hag­kaup­um um 1,1% og í Sam­kaup­um-Úrval um 0,6%.

Í klukku­búðunum hef­ur verð vörukörf­unn­ar hækkað mest á tíma­bil­inu í 11-11, um 3,6%, í Sam­kaup­um-Strax nem­ur hækk­un­in 2,5% og í 10-11 hækkaði vörukarfa ASÍ um 1,3% frá 2. vik­unni í apríl til 3. vik­unn­ar í maí.

Verðbreyt­ing­ar eru skoðaðar í eft­ir­far­andi versl­ana­keðjum: Í lág­vöru­verðsversl­un­um Bón­us, Krón­unni, Nettó og Kaskó og í al­mennu mat­vöru­versl­un­un­um Hag­kaup­um, Nóa­túni og Sam­kaup­umÚrval og Klukku­búðunum 10-11, 11-11 og Sam­kaup­um-Strax.

Verðkönn­un ASÍ í heild 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert