Bæjarfulltrúi víttur

Guðmundur G. Gunnarsson
Guðmundur G. Gunnarsson

Á fundi bæjarstjórnar Álftaness í gær lagði forseti bæjarstjórnar fram vítur á bæjarfulltrúann Guðmund G. Gunnarsson oddvita  Sjálfstæðismanna. Er þetta í fyrsta skipti sem vítur eru lagðar fram á bæjarfulltrúa á Álftanesi.

„Ástæða þess er óásættanleg framganga bæjarfulltrúans sem skrifar varla svo bréf eða grein eða heldur ræður um málefni sveitarfélagsins að stór hluti efnisins sé ósannur eða  ærumeiðingar á einstakar persónur," að því er segir í tilkynningu frá forseta bæjarstjórnar, Kristjáni Sveinbjörnssyni.

„Guðmundur G. Gunnarsson, bæjarfulltrúi hefur ítrekað farið með  ósannindi um stjórnsýslu Sveitarfélagsins Álftaness, samþykktir stofnana bæjarins og störf embættismanna. Þá hefur hann farið rangt með niðurstöður reikninga og þannig afflutt upplýsingar um fjármál  sveitarfélagsins, gengið af fundi bæjarráðs án þess að gefa upp  ástæður og í blaðagreinum og á bæjarstjórnarfundum haldið uppi  ómálefnalegri og ærumeiðandi gagnrýni á störf einstakra bæjarfulltrúa  og fyrirtækja sem starfa fyrir sveitarfélagið. Ég tel að þessi  háttsemi stangist á við 28.gr sveitarstjórnarlaga og legg fram vítur fyrir þessa háttsemi á bæjarfulltrúann Guðmund G. Gunnarsson samkvæmt  27. grein samþykkta um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Álftaness," að því er segir í bókun á fundinum.

Í bókun Guðmundar á fundinum kemur fram: „Hafna ásökunum um að ég hafi hunsað niðurstöður Hæstaréttar. Vísa á bug að háttsemi mín kalli á vítur."


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert