Bálfarir einungis um 1% útfara á Akureyri

Akureyrarkirkja.
Akureyrarkirkja. mbl.is/Brynjar Gauti

Bálfarir eru einungis um 1% allra útfara á Akureyri sem er umtalsvert minna en á höfuðborgarsvæðinu þar sem bálfarir eru á bilinu 20 til 25% allra útfara. Frá þessu greinir norðlenski fréttamiðillinn Vikudagur

Fram kemur að tekin hafi verið í notkun í Kirkjugarði Akureyrar nýr reitur fyrir duftker og að sögn Smára Sigurðssonar framkvæmdastjóra þeirra er möguleiki á stækkun hans. Hann kvaðst ekki hafa á reiðum höndum svör við því af hverju Akureyringar kjósi bálfarir í minna mæli en íbúar höfuðborgarsvæðisins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert