Björn: „Ég hef ekki valdið“

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir það misskilning að beina spjótum að ráðuneytinu vegna bráðabirgðaleyfis nektardansstaðarins Goldfinger á meðan áfrýjun á neikvæðri umsögn lögreglustjóra um rekstrarleyfi staðarins er til umfjöllunar.

Björn segir málið vera í þeim farvegi sem lög kveði á um, og þess vegna ekkert sem hann geti gert í því.

Tilefni þessara orða Björns í dag var að hópur kvenna mætti í ráðuneytið í hádeginu til að gera þar táknræna hreingerningu og þrífa út gamaldags viðhorf sem þær segja koma í veg fyrir að ráðuneytið sinni skyldum sínum berjist gegn mansali.

Kornið sem fyllti mælinn var úrskurður dómsmálaráðuneytisins í fyrradag um að lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins bæri að endurskoða umsögn sína um nektardans á Goldfinger.

Lögreglustjórinn var búinn að gefa neikvæða umsögn, og samkvæmt því hefði ekki átt að veita leyfi fyrir nektardans á Goldfinger, en staðurinn hefur þó starfað samkvæmt bráðabirgðaleyfi á meðan dómsmálaráðuneytið hafði áfrýjun umsagnar lögreglustjórans til umfjöllunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert