Björn: „Ég hef ekki valdið“

00:00
00:00

Björn Bjarna­son dóms­málaráðherra seg­ir það mis­skiln­ing að beina spjót­um að ráðuneyt­inu vegna bráðabirgðal­eyf­is nekt­ar­dansstaðar­ins Gold­fin­ger á meðan áfrýj­un á nei­kvæðri um­sögn lög­reglu­stjóra um rekstr­ar­leyfi staðar­ins er til um­fjöll­un­ar.

Björn seg­ir málið vera í þeim far­vegi sem lög kveði á um, og þess vegna ekk­ert sem hann geti gert í því.

Til­efni þess­ara orða Björns í dag var að hóp­ur kvenna mætti í ráðuneytið í há­deg­inu til að gera þar tákn­ræna hrein­gern­ingu og þrífa út gam­aldags viðhorf sem þær segja koma í veg fyr­ir að ráðuneytið sinni skyld­um sín­um berj­ist gegn man­sali.

Kornið sem fyllti mæl­inn var úr­sk­urður dóms­málaráðuneyt­is­ins í fyrra­dag um að lög­reglu­stjóra höfuðborg­ar­svæðis­ins bæri að end­ur­skoða um­sögn sína um nekt­ar­dans á Gold­fin­ger.

Lög­reglu­stjór­inn var bú­inn að gefa nei­kvæða um­sögn, og sam­kvæmt því hefði ekki átt að veita leyfi fyr­ir nekt­ar­dans á Gold­fin­ger, en staður­inn hef­ur þó starfað sam­kvæmt bráðabirgðal­eyfi á meðan dóms­málaráðuneytið hafði áfrýj­un um­sagn­ar lög­reglu­stjór­ans til um­fjöll­un­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert