Björn: Fagna niðurstöðu Ríkisendurskoðunar

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason. mbl.is/Sverrir

Björn Bjarna­son dóms­málaráðherra fagn­ar niður­stöðu skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar þar sem tekið er und­ir til­lög­ur ráðuneyt­is­ins um framtíðar­skipu­lag lög-, toll- og ör­ygg­is­gæslu á Suður­nesj­um. Björn seg­ist ekki kann­ast við að al­var­leg­ur sam­skipta­vandi hafi verið milli ráðuneyt­is­ins og lög­reglu­stjór­ans.

„Það kem­ur mér ekki á óvart að menn séu sam­mála þeirri niður­stöðu sem ég hafði kom­ist að, því hún er rök­rétt þegar litið er til stöðu þessa embætt­is og verkskila inn­an stjórn­ar­ráðsins. Og hver verkþátt­ur falli að því ráðuneyti sem fer með mála­flokk­inn,“ seg­ir Björn í sam­tali við mbl.is.

„Rík­is­end­ur­skoðun fellst á þessa niður­stöðu og ég fagna því að sjálf­sögðu. Ég tel að hún hafi verið vel rök­studd af minni hálfu. Það var beðið um skýrslu  Rík­is­end­ur­skoðunar af for­sæt­is­nefnd Alþing­is vegna þess að þing­menn töldu að það þyrfti að fá álit þriðja aðila við niður­stöðu minni sem nú hef­ur feng­ist.“ 

Kann­ast ekki við sam­skipta­vanda

Fram kem­ur í skýrsl­unni að al­var­leg­ur sam­skipta­vandi hafi verið milli  dóms­málaráðuneyt­is­ins og lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um um rekst­ur og verk­efni embætt­is­ins frá því það færðist und­ir dóms­málaráðuneytið. Björn seg­ir þetta koma sér mjög á óvart.

„Ég hef ekki, held ég, rætt við nokk­urn emb­ætt­is­mann, for­stöðumann stofn­un­ar á veg­um dóms- og kirkju­málaráðuneyt­is­ins, oft­ar held­ur en Jó­hann Bene­dikts­son síðan við tók­um við þess­ari stofn­un 1. janú­ar 2007.“

Björn seg­ir að dóms- og kirkju­málaráðuneytið fái á alla mæli­kv­arða mjög góða ein­kunn þegar talað sé um sam­skipti ráðuneyt­is­ins og for­stöðumanna stofn­ana. „Í þessu til­liti hef­ur ráðuneytið al­veg sýnt þessu embætti, eins og öll­um öðrum, þá virðingu að svara öll­um er­ind­um, lýsa skoðunum sín­um og taka þátt í öll­um þeim fund­um sem óskað hef­ur verið eft­ir. Þannig að ég átta mig ekki á því hvað þarna er um að ræða,“ seg­ir Björn Bjarna­son.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert