Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri RÚV sagði í samtali við mbl.is í Belgrad í dag að hann væri búinn að handsala samningu um leigu á flugskýlum og öðru húsnæði á Suðurnesjum sem reist voru af bandaríska hernum ef til þess kæmi að Ísland ynni Evróvisjón og þyrfti að halda keppnina að ári.
Það er hugur í íslenska teyminu frá RÚV sem er statt hér vegna Evróvisjón. „Fjölmiðlar eru alveg hættir að spyrja mig út í kostnaðinn við þátttöku okkar hér í ár eftir að við komumst áfram," sagði Þórhallur.