Hreinsað út úr dómsmálaráðuneytinu

Konur með bursta og hreinsiefni við dómsmálaráðuneytið í dag.
Konur með bursta og hreinsiefni við dómsmálaráðuneytið í dag. mbl.is/Frikki

Nokkr­ar kon­ur tóku sig til í há­deg­inu í dag og hreinsuðu með tákn­ræn­um hætti út skít­inn úr dóms­málaráðuneyt­inu. Segja for­svars­menn kvenn­anna að þetta hafi­verið gert þar sem full þörf sé á að lofta ræki­lega út úr ráðuneyt­inu og  hreinsa þaðan út gam­aldags viðhorf sem komi í veg fyr­ir að ráðuneytið sinni skyld­um sín­um og berj­ist gegn man­sali.

Í yf­ir­lýs­ingu frá hópn­um seg­ir að kornið sem fyllti mæl­inn hafi verið   úr­sk­urður dóms­málaráðuneyt­is­in þar sem lög­reglu­stjóra höfuðborg­ar­svæðis­ins var gert að end­ur­skoða um­sögn sína um nekt­ar­dans á Gold­fin­ger.

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir „Lög­reglu­stjór­inn hafði áður sent nei­kvæða um­sögn sem hefði skv. nú­gild­andi regl­um átt að verða til þess að leyfi til nekt­ar­dans yrði ekki veitt. Staður­inn hef­ur þó starfað skv. bráðabirgðal­eyfi á meðan dóms­málaráðuneytið vann úr áfrýj­un Brynj­ars Ní­els­son­ar fyr­ir hönd staðar­ins.

Síðustu ár hafa sér­fræðing­ar keppst við að benda á tengsl milli vænd­is, nekt­ar­dans, kláms og man­sals. Kvenna­at­hvarfið, Stíga­mót, Alþjóðahúsið, lög­regl­an og fleiri hafa staðfest að man­sal þrífst hér á landi og rann­sókn­ir hafa sýnt fram á að vændi þrífst á nekt­ar­dans­stöðum – það eru ógrein­an­leg mörk á milli vænd­is og man­sals. Þrátt fyr­ir þetta er um­sögn lög­reglu­stjóra höfuðborg­ar­svæðis­ins tal­in of hug­læg sam­kvæmt dóms­málaráðuneyt­inu og hags­mun­ir Ásgeirs Davíðsson­ar tekn­ir fram fyr­ir bar­átt­una gegn vændi og man­sali, enn einu sinni.

Ísland hef­ur reynt að halda and­lit­inu út á við með því að und­ir­rita alþjóðasamn­inga gegn man­sali, þar á meðal samn­ing Sam­einuðu þjóðanna kennd­an við Pal­ermo og samn­ing Evr­ópuráðsins um aðgerðir gegn man­sali. Þegar heim er komið skort­ir svo póli­tísk­an vilja til að fara eft­ir samn­ing­un­um. Frjáls fé­laga­sam­tök hafa í mörg ár knúið á um nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar á lög­um svo við get­um full­gilt samn­ing­ana en allt kem­ur fyr­ir ekki. Enn á ný er verið að gera breyt­ing­ar á hegn­ing­ar­lög­un­um án þess að gengið sé alla leið og þeim úrræðum sem vitað er að bíta á man­sali sé beitt. Því er eðli­legt að spurt sé Af hverju:

· er ekki búið að leggja bann við kaup­um á vændi?

· er ekki búið að setja siðaregl­ur fyr­ir op­in­bera starfs­menn sem banna kaup á kyn­lífsþjón­ustu?

· er ekki farið að lög­um sem banna sölu og dreif­ingu á klámi?

· eru veitt­ar und­anþágur við lög sem banna nekt­ar­sýn­ing­ar á veit­inga­stöðum?

· er ekki búið að samþykkja lög um fórn­ar­lamba­vernd þeirra sem verða fyr­ir man­sali?

· er ekki búið að samþykkja brott­vís­un og heim­sókn­ar­bann vegna of­beld­is inni á heim­il­um?

· er ekki löngu kom­in aðgerðaráætl­un gegn man­sali?

· eru rann­sókn­ir um áhrif og af­leiðing­ar klám­væðing­ar­inn­ar alltaf dregn­ar í efa?

· hafa stjórn­völd ekki viljað full­gilda alþjóðasátt­mála gegn man­sali?

· eru ekki veitt­ar und­anþágur á at­vinnu- og dvala­leyfi ef ein­stak­ling­ur hef­ur orðið fyr­ir of­beldi?

Hverra hags­muna er verið að gæta? Það er greini­lega eitt­hvað rotið í dóms­málaráðuneyt­inu og full þörf á að hreinsa út.

Jafn­rétti kynj­anna verður aldrei náð ef litið er á kon­ur sem sölu­vöru!"

mbl.is/​Frikki
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert