Ný flugbraut verður tekin í notkun á Sandskeiði í dag. Endurbætur hafa farið fram á flugvellinum um nokkurt skeið en opnunin er er liður í áætlunum Flugstoða að bæta þjónustu við kennslu- og einkaflug.
Í tilkynningu frá Flugstoðum segir, að vélflugbraut flugvallarins verði opin öllu kennslu- og æfingaflugi ásamt einkaflugi vélknúinna loftfara. Opnun flugbrautarinnar sé einnig liður í áætlunum Flugstoða að létta álagi og draga úr hávaðamengun Reykjavíkurflugvallar.
Flugbrautin opnar nýja möguleika fyrir æfingaflug flugnema en á Sandskeiði hefur verið unnið að mikilli uppbyggingu, m.a. endurbótum á flugbraut og uppsetningu á veðurstöð.