Óljóst hvort frumvarp um bætur vegna Breiðavíkur kemur fram

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund í dag, að óljóst væri hvort frumvarp um greiðslu bóta til fyrrverandi vistmanna á Breiðavíkurheimilinu kæmi fram á þessu þingi. Sagði Geir, að í vinnslu málsins hefði það reynst flóknara en gert var ráð fyrir.

Geir sagði einnig óljóst, hvort frumvarp um breytingar á lögum um eftirlaun æðstu embættismanna kæmi fram en stefnt væri að því. Þá væri einnig stefnt að því, að lögfesta matvælalöggjöf Evrópusambandsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert