Tófan gerir vart við sig á Ströndum þegar fuglalífið er farið að glæðast á vorin og leitar hún þá gjarnan niður í fjöru. Fréttavefurinn strandir.is náði á dögunum myndum í návígi af eggjaþjófi sem hefur gert sig heimakominn í varplandinu og étið æðaregg af mikilli elju. Einnig hafa tjaldur og sandlóa einnig orðið fyrir barðinu á honum.
„Rebbi hafði rænu á að
hafa sig á brott áður en refaskyttan mætti á staðinn og slapp í bili. Fastlega
má þó reikna með að græðgin verði honum að falli einhvern næstu daga“, segir á
strandir.is.
„Rebbi var hinn rólegasti á meðan myndatökumaður athafnaði
sig í fárra metra fjarlægð, en hafði sig á brott áður en önnur vopn en
myndavélin voru dregin fram. Hann er búinn að éta egg úr allnokkrum æðarhreiðrum
síðustu daga, ljósmyndaranum til lítillar ánægju“, segir á vefnum.
Þar kemur fram að tjaldarnir á svæðinu voru heldur hnípnir eftir heimsóknina, enda var farið að styttast í ungana.