Ríkisstjórnin ársgömul

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde á Þingvöllum fyrir …
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde á Þingvöllum fyrir réttu ári. mbl.is/Sverrir

Eitt ár er í dag liðið frá und­ir­rit­un stjórn­arsátt­mála Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylk­ing­ar en rík­is­stjórn þess­ara flokka tók við 24. maí 2007. Hef­ur börn­um á leik­skól­an­um Tjarn­ar­borg m.a. verið boðið  í ráðherra­bú­staðinn í dag af þessu til­efni.

Geir H. Haar­de, formaður Sjálf­stæðis­flokks, gekk á fund Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, for­seta Íslands, á Bessa­stöðum að morgni 23. maí og til­kynnti hon­um að ný rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hafi verið mynduð. Kvöldið áður höfðu flokks­ráð Sjálf­stæðis­flokks og flokks­stjórn Sam­fylk­ing­ar samþykkt stjórn­ar­mynd­un­ina og ráðherra­efni flokks­ins.

Þau Geir og Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar, kynntu síðan nýja rík­is­stjórn og stefnu­yf­ir­lýs­ingu henn­ar á blaðamanna­fundi á Þing­völl­um laust fyr­ir há­degi þenn­an dag. Dag­inn eft­ir tók rík­is­stjórn­in við völd­um á rík­is­ráðsfundi á Bessa­stöðum. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert