Skutlið helmingi dýrara en í fyrra

Hlut­fall eldsneyt­is í bók­haldi heim­il­is­ins hef­ur farið sí­hækk­andi á und­an­förn­um mánuðum. Bens­ín­lítr­inn hef­ur hækkað um 30% á sein­ustu tólf mánuðum, úr 122 kr. upp í 158 kr. í sjálfsaf­greiðslu, og dísil­lítr­inn um 43%, úr 122 upp í 174 krón­ur.

Sum­ir lands­menn eru farn­ir að gera ráðstaf­an­ir til að draga úr bens­ínn­eysl­unni. Aðrir skipta í eyðslugrennri bíla og er Ólöf Magnús­dótt­ir, hús­móðir í Hafnar­f­irði ein þeirra.

Á graf­inu hér til hliðar er upp­hugsað dæmi um eldsneyt­is­kostnað vegna hinn­ar dag­legu ferðar úr og í vinnu og skóla fyr­ir fjög­urra manna fjöl­skyldu með einn bíl. Reiknað er með að fjöl­skyld­an keyri 30 kíló­metra á dag 22 daga vik­unn­ar og miðað er við ann­ars veg­ar eldsneytis­verð 10. maí í fyrra og eldsneytis­verðið í gær hins veg­ar.

Aki fjöl­skyld­an á Toyota Corolla sjálf­skipt­um bens­ín­bíl, hef­ur eldsneyt­is­kostnaður henn­ar vegna þessa akst­urs hækkað um 2.500 krón­ur, farið úr 8.500 krón­um á mánuði upp í rúm­ar 11.000.

Sé fjöl­skyldu­bíll­inn sjálf­skipt­ur Range Rover-dísil­bíll hef­ur eldsneyt­is­kostnaður­inn hins veg­ar hækkað um fimm þúsund á mánuði og farið úr rúm­um 11.500 krón­um í maí í fyrra upp í um 16.500 nú.

Ólöf áætl­ar að þau hjón­in verji um þrjá­tíu þúsund krón­um í eldsneyti á mánuði, enda eru um tólf kíló­metr­ar á milli vinnustaðar manns­ins henn­ar og heim­il­is­ins.

Þau reka tvo bíla „vegna þess að ferðirn­ar á milli, þegar maður­inn minn kom með bíl­inn heim til þess að ég kæm­ist t.d. að versla, voru orðnar svo kostnaðarsam­ar að það borgaði sig að skipta yfir í tvo eyðslugrennri bíla.“ Seg­ist hún jafn­framt hafa dregið úr ferðalög­um um landið og fara sjaldn­ar í heim­sókn til for­eldra sinna, en þau búa á Kópa­skeri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert