Stela númerum og bensíni

Und­an­farna daga hafa starfs­menn bens­ín­stöðva orðið var­ir við að á bíl­um sem ekið er á brott án þess að greitt hafi verið fyr­ir bens­ín eru núm­er sem til­heyra ekki viðkom­andi bíl­um. Þegar starfs­menn Skelj­ungs hringdu í eig­anda eins bíl­núm­ers­ins brá hon­um í brún, sam­kvæmt heim­ild­um 24 stunda. Hann fór og kannaði ástandið á bíl sín­um sem var í geymslu á vöktuðu svæði og komst þá að því að búið var að stela núm­era­plöt­un­um af bíln­um.

Brynj­ar Pét­urs­son, sem sér um tjóna­mál hjá Olís, seg­ir alltaf eitt­hvað um það að öku­menn stingi af án þess að greiða fyr­ir bens­ín. ,,Það hef­ur ný­lega komið tvisvar fyr­ir að menn hafi verið á bíl­um með núm­era­plöt­ur sem passa ekki við bíl­ana. Við sáum einnig sama núm­ers­lausa bíl­inn koma þris­var sinn­um fyrr í vet­ur og stinga af.“

Ómar Jó­hanns­son, rekstr­ar­stjóri þjón­ustu­stöðva hjá N1, seg­ir menn koma með stoln­ar núm­era­plöt­ur til að stela eldsneyti en þó ekki í mikl­um mæli.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert