SUS sammála ASÍ

Í nýlegri skýrslu Samkeppniseftirlitsins um viðskiptasamninga birgja og annað samstarf fyrirtækja á matvörumarkað kemur fram að matvöruverð á Íslandi sé að jafnaði 64% hærra en í þeim 27 löndum sem voru í Evrópusambandinu 2006. Ofanálagt eru uppi samkeppnishamlandi aðstæður á íslenskum matvörumarkaði að því er virðist skv. skýrslu eftirlitsins.
 
Samband ungra sjálfstæðismanna ítrekar þá skoðun sína, og tekur jafnframt undir með Ólafi Darra Andrasyni, hagfræðingi Alþýðusambands Íslands, að hömlur á innfluttum landbúnaðarvörum sé megin ástæðan fyrir háu matvælaverði hér á landi. Ekki er þörf á því að ganga í Evrópusambandið til þess að fella niður innflutningstolla og efla samkeppni á matvörumarkaði, að því er segir í ályktun frá SUS.
 
„Alþingi getur vel staðið fyrir slíku án utanaðkomandi íhlutunar með því að afnema úrelt styrktarkerfi landbúnaðarins, innflutningstolla og aðrar þær takmarkanir sem eru til þess fallnar að skapa aðstæður fyrir fákeppnismarkað. Samband ungra sjálfstæðismanna hvetur Alþingi til að stíga nauðsynleg skref í þá átt sem fyrst þannig opin og frjáls matvælamarkaður fái þrifist."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert