SUS sammála ASÍ

Í ný­legri skýrslu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins um viðskipta­samn­inga birgja og annað sam­starf fyr­ir­tækja á mat­vörumarkað kem­ur fram að mat­vöru­verð á Íslandi sé að jafnaði 64% hærra en í þeim 27 lönd­um sem voru í Evr­ópu­sam­band­inu 2006. Ofanálagt eru uppi sam­keppn­is­hamlandi aðstæður á ís­lensk­um mat­vörumarkaði að því er virðist skv. skýrslu eft­ir­lits­ins.
 
Sam­band ungra sjálf­stæðismanna ít­rek­ar þá skoðun sína, og tek­ur jafn­framt und­ir með Ólafi Darra Andra­syni, hag­fræðingi Alþýðusam­bands Íslands, að höml­ur á inn­flutt­um land­búnaðar­vör­um sé meg­in ástæðan fyr­ir háu mat­væla­verði hér á landi. Ekki er þörf á því að ganga í Evr­ópu­sam­bandið til þess að fella niður inn­flutn­ing­stolla og efla sam­keppni á mat­vörumarkaði, að því er seg­ir í álykt­un frá SUS.
 
„Alþingi get­ur vel staðið fyr­ir slíku án ut­anaðkom­andi íhlut­un­ar með því að af­nema úr­elt styrkt­ar­kerfi land­búnaðar­ins, inn­flutn­ing­stolla og aðrar þær tak­mark­an­ir sem eru til þess falln­ar að skapa aðstæður fyr­ir fákeppn­ismarkað. Sam­band ungra sjálf­stæðismanna hvet­ur Alþingi til að stíga nauðsyn­leg skref í þá átt sem fyrst þannig opin og frjáls mat­væla­markaður fái þrif­ist."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka