Kristján L. Möller, samgönguráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund í dag, að engin ákvörðun hefði verið tekin um málefni nýrrar Vestmannaeyjaferju.
Kristján sagði, að verið væri að fara yfir málið í samgönguráðuneytinu en ljóst væri, að útboð vegna ferjunnar hefði verið á óheppilegum tíma og fjármagnskostnaður hefði hækkað mikið.
Kristán vildi þó ekki svara því hvort til greina kæmi að fresta málinu, en lagði áherslu á að verið væri að vinna að því að finna varanlega lausn í samgöngumálum Eyjamanna.
Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin lögðu í síðustu viku fram nýtt tilboð í smíði og rekstur nýrrar ferju, sem gangi á milli Eyja og Bakkafjöruhafnar.