Viðburðaríkt ár

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir stjórnarsamstarfið gott og ekki annars að vænta en að það verði happadrjúgt út kjörtímabilið. Eitt ár er í dag liðið frá undirritun stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.

Ríkisstjórn þessara flokka tók við 24. maí 2007. Forsætisráðherra segir að árið hafi verið viðburðaríkt og það hafi verið fljótt að líða. Hann fullyrðir að stjórnarflokkarnir dansi í takt.

Ítarleg grein verður um málið í Morgunblaðinu á morgun, laugardag, og rætt við Geir H. Haarde.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert