Bandaríkin gagnrýna hrefnuveiðar

Hrefna um borð í Halldóri Sigurðssyni ÍS, sem heldur á …
Hrefna um borð í Halldóri Sigurðssyni ÍS, sem heldur á veiðar síðar í sumar. mbl.is/Jenný

Carlos M. Gutierrez, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, segir í yfirlýsingu að það séu slæmar fregnir að Íslendingar ætli að hefja hrefnuveiðar í ágóðaskyni án samþykkis Alþjóðahvalveiðiráðsins.

„Þetta eru dapurlegar fréttir. Ísland hefur hafið [veiðar] eingöngu í ágóðaskyni með hagnaðinn einan að leiðarljósi, án alls eftirlits aðildarríkja hvalveiðiráðsins eða samráðs við vísindanefnd þess,“ er haft eftir Gutierrez.

Hvetur hann Íslendinga til að endurskoða ákvörðunina um að hefja veiðarnar, og taka fullt tillit til meginsjónarmiða ráðsins fremur en að gæti eingöngu að skammtímahagsmunum hvalavinnslunnar.

Nú „ættum við að gera meira til að vernda hvalina, en þá fara Íslendingar í þveröfugua átt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert